ÞJÓÐIN Á RÉTT Á ÚRLAUSN DÓMSTÓLS

Íslenska þjóðin á rétt á að dómstóll skerí úr um hvort hún sé greiðsluskyld.

Þegar vafi leikur á um greiðsluskyldu er eðlilegt að dómstóll leysi úr þeim vafa.

Við Íslendingar eigum ekki að samþykkja að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og skósveinn hennar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, dæmi okkur til að borga óreiðuskuldir örfárra fjárglæframanna þó þeir séu af íslensku bergu brotnir.    

 


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

... og það eru reyndar mjög miklar líkur á að það yrði niðurstaðan!

G (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að til séu skjöl, gögn og fundargerðir, sem styðji mjög málstað Íslendinga í þá veru, að þeim beri engin lagaleg skylda til þess að borga skuldir Landsbankans vegna Icesave. Þetta segir Davíð í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Davíð segir í viðtalinu að þessi gögn séu til í stjórnkerfinu og vill að þau verði birt opinberlega. Þá bendir hann á að í utanríkisráðuneytinu sé til skýrsla um tryggingarmál og og innistæðutryggingasjóði, sem unnin var af nefnd á vegum OECD, undir formennsku Jean-Claude Trichet, sem nú er bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Í þeirri skýrslu komi fram að evrópskar reglur um innistæðutryggingarsjóði gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi. Bretar og Hollendingar verði að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum.

Davíð kemur víða við í viðtalinu við Agnesi. Hann gagnrýnir andstæðinga sína, Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og segir að yfirlýsingar þeirra um að Íslendingar séu skuldbundnir Bretum og Hollendingum hvað varðar Iceave, hafa skaðað málstað Íslendinga.

Þegar Davíð er inntur eftir því hvers vegna ríkisábyrgð gildi ekki í tilfelli Icesave segir hann:

„Framhjá því hefur með öllu verið horft, hvernig þessi innlánstryggingasjóður sem menn vilja nú láta íslenska ríkið bera ábyrgð á, er til kominn. Hann er þannig til kominn að samkvæmt Evrópureglum sem við erum bundin af, gegnum Evrópska efnahagssvæðið (EES) þá er ákveðið að í kringum bankakerfið skuli koma á tilteknum trygginasjóð sem er tryggingasjóður viðkomandi bankakerfis, jafnvel þótt lagaramminn sé settur af viðkomandi ríki hverju sinni. Hvergi er það sagt að ríkið hafi neitt með þann sjóð að gera. Hugsunin er sú og er í sjálfa sér alls ekkert galin, að bankarnir í viðkomandi landi borgi tiltekna prósentu af innlánum í sjóð, sem eigi síðan að mæta því ef einhver bankinn lendir í vandræðum,“ segir Davíð og bætir við að augljóst sé að svona kerfi sé hugsað fyrir lönd þar sem bankar eru mörg hundruð talsins.

„En þegar bara þrír bankar eru í landinu, fyrir utan örfáar smár fjármálastofnanir, eins og háttar til hér á landi, þá sér hver maður í hendi sér að tryggingasjóður sem þeir eiga að byggja upp til þess að verjast á erfiðleikatímum, er mjög veikur og getur engan veginn staðið undir allsherjar bankahruni eins og hér varð.“

Það er alltaf sama sagan með MBL að segja ekki alla sögun,þetta er tekið af vef DV

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.7.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert nýtt að sjá hér.

Samt væri fróðlegt að vita hvaða oecd skýrslu hann er að tal um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þuríður Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Þuríður Kristín Halldórsdóttir
Þuríður Kristín Halldórsdóttir
Lögmaður og lögg. fasteignasali og 5 barna móðir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband